Meina fjölskyldu Amini að yfirgefa Íran

Mótmælendur með mynd af Möhsu Amini.
Mótmælendur með mynd af Möhsu Amini. AFP/Yasin Akgul

Fjöl­skyldu Möhsu Am­ini, ír­önsku-kúr­dísku stúlk­unn­ar sem lést í haldi lög­regl­unn­ar árið 2022, hef­ur verið meinað að ferðast til Frakk­lands til þess að fá af­hent mann­rétt­inda­verðlaun ESB, Sak­harov-verðlaun­in, sem Am­ini hlaut í ár. 

Am­ini lést 22 ára að aldri 16. sept­em­ber árið 2022 í haldi lög­reglu vegna brots henn­ar á ströng­um regl­um Írana um notk­un hijab-slæðu. Í kjöl­far and­láts henn­ar brut­ust út hörð mót­mæli gegn klerka­stjórn­inni. Stjórn­inni var harðlega mót­mælt í Íran, en einnig út um all­an heim.

Í októ­ber veitti Evr­ópuþingið Am­ini Sak­harov-verðlaun­in. 

Vega­bréf­in gerð upp­tæk

Chir­inne Ardakani, lögmaður fjöl­skyldu Am­ini, sagði við AFP-frétta­veit­una í dag að for­eldr­um og bróður Am­ini hafi verið „bannað að ganga um borð í flug sem átti að flytja þau til Frakk­lands til að fá af­hent Sak­harov-verðlaun­in“.

Ardakani greindi frá því að fjöl­skyld­unni var bannað að yf­ir­gefa Íran og vega­bréf­in tek­in af þeim, þrátt fyr­ir að þau voru með gild vega­bréfs­árit­un.  

Lögmaður­inn sagði að ír­önsk­um stjórn­völd­um hafi aldrei verið jafn mikið í mun að koma í veg fyr­ir að fjöl­skyld­ur fórn­ar­lambanna ræddu við alþjóðasam­fé­lagið. 

Sak­harov-verðlaun­in áttu að vera veitt við hátíðlega at­höfn 13. des­em­ber. Þeim fylgja 50 þúsund evr­ur, eða um sjö og hálf millj­ón ís­lenskra króna, í verðlauna­fé. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert