Xi sagði Biden að hann myndi taka yfir Taívan

Biden og Xi í Kaliforníu í nóvember.
Biden og Xi í Kaliforníu í nóvember. AFP/Brendan Smialowski

Xi Jin­ping, for­seti Kína, sagði blátt áfram við Joe Biden Banda­ríkja­for­seta á fundi þeirra í nóv­em­ber að kín­versk stjórn­völd ætluðu sér að inn­lima Taív­an í Kína að nýju.

Taív­an hef­ur búið yfir sjálfs­stjórn frá borg­ara­stríðinu árið 1949 og líta Taív­an­ar á landið sem full­valda ríki. Þeir hafa eig­in mynt, stjórn- og dóms­kerfi, en hafa aldrei lýst form­lega yfir sjálf­stæði. Kín­verj­ar líta á eyj­una sem sitt landsvæði og hafa hótað því að taka yfir stjórn henn­ar.

Biden og Xi funduðu í Kali­forn­íu í nóv­em­ber, í von um að lægja öld­urn­ar í storma­sömu sam­bandi stór­veld­anna tveggja. Var þetta í fyrsta sinn í eitt ár sem starfs­bræðurn­ir funduðu aug­liti til aug­lit­is og voru mál­efni Taív­an meðal umræðuefna.

Hef­ur ekki ákveðið tíma­setn­ingu

Leiðtog­arn­ir tveir voru aft­ur á móti fjarri því að vera sam­mála um Taív­an á fund­in­um. Xi sagði Biden að hætta að vopna­væða eyj­una og að ekk­ert gæti stöðvað sam­ein­ingu henn­ar og Kína.

Frétta­stofa NBC hef­ur nú eft­ir banda­rísk­um emb­ætt­is­mönn­um sem voru á fund­in­um að Xi hafi einnig sagt við Biden að stjórn­völd í Pek­ing hygðust sam­eina Taív­an aft­ur við Kína og þá taka yfir Taív­an á friðsam­leg­an máta, en ekki með valdi.

Þá sagði Xi að hann ætti eft­ir að ákveða tíma­setn­ingu fyr­ir yf­ir­tök­una.

Þegar NBC leitaði viðbragða hjá þjóðarör­ygg­is­ráði Banda­ríkj­anna neitaði talsmaður þeirra að tjá sig.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert