Segja Pútín reiðubúinn í vopnahlé

Vladimír Pútín Rússlandsforseti er tilbúinn að semja um vopnahlé.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti er tilbúinn að semja um vopnahlé. AFP

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti er til­bú­inn að semja um vopna­hlé í Úkraínu­stríðinu sem hef­ur nú geisað í 22 mánuði. Þetta herma heim­ild­ir banda­ríska dag­blaðsins New York Times.

„Við gef­umst ekki upp á því sem er okk­ar,“ hef­ur Times á eft­ir Pútín er hann ávarpaði hers­höfðingja sína á þriðju­dag, en nú virðist sem þjóðarleiðtog­inn sé til­bú­inn að semja um vopna­hlé.

Að sögn Times hef­ur for­set­inn gefið það til kynna í gegn­um milliliða sína, í það minnsta frá því í sept­em­ber, að hann sé op­inn fyr­ir vopna­hléi sem myndi frysta orr­ust­una í nú­ver­andi mynd. Þetta hef­ur Times eft­ir tveim­ur fyrr­ver­andi rúss­nesk­um emb­ætt­is­mönn­um sem þekkja vel til stjórn­valda í Kreml. Einnig vitn­ar miðill­inn í banda­ríska og alþjóðlega emb­ætt­is­menn sem hafa fengið svipuð skila­boð frá er­ind­rek­um Pútíns.

Lengi haft áhuga á vopna­hléi

Pútín hef­ur jafn­vel frá því um haustið 2022 gefið í skyn að hann hafi áhuga á vopna­hléi, að sögn banda­rísku emb­ætt­is­mann­anna. Þá hafi Pútín verið sátt­ur með þann ávinn­ing sem Rúss­land hefði náð í stríðinu og op­inn fyr­ir hléi.

„Þessi hljóðláta uppá­koma, sem ekki hef­ur verið greint frá áður, kom eft­ir að Úkraína réð rúss­neska hern­um í norðaust­ur­hluta lands­ins. Herra Pútín gaf til kynna að hann væri ánægður með her­tekið landsvæði Rúss­lands og til­bú­inn fyr­ir vopna­hlé,“ segja emb­ætt­is­menn­irn­ir.

Til­bún­ir að semja um vopna­hlé

„Við erum til­bún­ir að semja um vopna­hlé“,“ hef­ur Times eft­ir hátt­sett­um emb­ætt­is­manni sem fundaði með æðstu ráðamönn­um Rússa í haust.

„Þeir vilja halda sér þar sem þeir eru nú á víg­vell­in­um.“

Fjöldi særðra eða lát­inna rúss­neskra her­manna í Úkraínu­stríðinu nem­ur um 87% af fjölda her­manna í hern­um áður en stríðið hófst í fe­brú­ar 2022. Til þess að bæta fyr­ir manns­fallið hef­ur Rúss­land gripið til aðgerða eins og að kveða frelsaða fanga í her­inn og senda þá á víg­lín­urn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert