Kína fær nýjan varnamálráðherra

Xi Jinping, forseti Kína, er talinn hafa valið síðasta varnarmálaráðherra …
Xi Jinping, forseti Kína, er talinn hafa valið síðasta varnarmálaráðherra en honum var vikið úr starfi eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. AFP

Dong Jun, fyrr­ver­andi hers­höfðingi í kín­verska sjó­hern­um, er nýr varna­málaráðherra Kína eft­ir mikla upp­stok­un meðal æðstu emb­ætt­is­manna.

Dong tek­ur við embætt­inu af Li Shangfu en hon­um var vikið úr ráðherra­stóln­um.

Skip­an Dongs í ráðherra­stól­inn kem­ur á frek­ar viðkvæm­um tíma í kín­versk­um stjórn­mál­um þar sem stjórn­völd í Pek­ing hafa aukið hernaðarþrýst­ing á Taív­an. Á meðan stytt­ist í kosn­ing­ar í Taív­an, en kosið er í janú­ar.

Hurfu úr sviðsljós­inu

Li var vikið úr embætti í októ­ber en þá var einnig til­kynnt að Qin Gang, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra lands­ins, sem var leyst­ur frá störf­um í sum­ar, væri ekki leng­ur hluti af rík­is­stjórn­inni.

Stjórn­völd hafa ekki gefið upp hverj­ar ástæðurn­ar voru fyr­ir út­bol­un ráðherr­anna.

Li var vikið úr embætti eft­ir sjö mánuði en þá hafði hann ekki verið áber­andi í sínu starfi í þónokk­urn tíma. Á sama tíma voru marg­ir hátt sett­ir í hern­um og nokkr­ir stjórn­mála­menn sem hurfu einnig úr sviðsljós­inu.

Li Shangfu, fyrrverandi varnarmálaráðherra Kína.
Li Shangfu, fyrr­ver­andi varn­ar­málaráðherra Kína. AFP/​Rosl­an Rahm­an
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert