Notar geðlyf til að komast í gegnum daginn

Breivik ásamt lögmanninum Marte Lindholm í dómsal í morgun.
Breivik ásamt lögmanninum Marte Lindholm í dómsal í morgun. AFP/Cornelius Poppe

Norski fjölda­morðing­inn And­ers Behring Brei­vik, sem myrti 77 manns árið 2011 og er núna í sjálfs­vígs­hug­leiðing­um að sögn lög­fræðings hans, kom fyr­ir rétt í morg­un vegna máls sem hann höfðaði gegn norska rík­inu.

Þegar Brei­vik mætti í íþrótta­sal Rin­gerike-fang­els­is­ins þar sem fimm daga rétt­ar­höld­in hóf­ust í morg­un, var hann klædd­ur dökk­um jakka­föt­um og krúnurakaður.

Hann hafði ekki uppi ögr­andi til­b­urði líkt og hann hef­ur gert við svipuð til­efni.

Breivik ásamt Øystein Storrvik (til hægri) og lögmanninum Marte Lindholm.
Brei­vik ásamt Øystein Storrvik (til hægri) og lög­mann­in­um Marte Lind­holm. AFP/​Cornelius Poppe

Brei­vik, sem er 44 ára, hef­ur ávallt verið haldið frá öðrum föng­um á þeim stöðum þar sem hann hef­ur dvalið við há­marks ör­ygg­is­gæslu síðastliðin 11 ár.

Hann seg­ir að þessi langa ein­angr­un brjóti gegn þriðju grein mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um bann við „ómannúðlegri” eða „niður­lægj­andi” meðferð. 

Í júlí árið 2011 sprengdi Brei­vik sprengju skammt frá skrif­stof­um stjórn­valda í Ósló, höfuðborg Nor­egs, sem varð átta manns að bana. Eft­ir það skaut hann til bana 69 til viðbót­ar, aðallega ung­menni, í sum­ar­búðum Verka­manna­flokks­ins í Útey. 

Hann var dæmd­ur árið 2012 í 21 árs fang­elsi, sem hægt er að fram­lengja svo lengi sem hann telst ógn við sam­fé­lagið.

AFP/​Cornelius Poppe

Síðan þá hef­ur hann setið „í ein­angr­un og því lengri tími sem líður þeim mun al­var­legra er brotið á mann­rétt­inda­sátt­mál­an­um”, sagði lögmaður hans Oy­stein Storrvik við AFP í októ­ber síðastliðnum.

Í dóms­skjöl­um seg­ir Storrvik að ein­angr­un­in hafi orðið til þess að Brei­vik glími við and­lega erfiðleika, þar á meðal sé hann í sjálfs­vígs­hug­leiðing­um.

„Hann not­ar geðlyfið Prozac til að geta kom­ist í gegn­um dag­inn í fang­els­inu,” seg­ir Storrvik.

Breivik dvelur í svipuðum fangaklefa og þessum.
Brei­vik dvel­ur í svipuðum fanga­klefa og þess­um. AFP/​Ole Berg-Ru­sten

Að hans sögn á Brei­vik ein­göngu per­sónu­leg sam­skipti við tvo aðra fanga sem hann hitt­ir í eina klukku­stund á tveggja vikna fresti und­ir ströngu eft­ir­liti, fyr­ir utan sam­skipti hans við starfs­menn fang­els­is­ins.

Brei­vik hef­ur einnig bent á aðra grein mann­rétt­inda­sátt­mál­ans um rétt­inn til sam­skipta og hef­ur hann óskað eft­ir því að banni við að skrifa bréf til fólks utan fang­els­is­ins verði aflétt.

Inngangur Ringerike-fangelsisins þar sem Breivik afplánar dóm sinn.
Inn­gang­ur Rin­gerike-fang­els­is­ins þar sem Brei­vik afplán­ar dóm sinn. AFP/​Ole Berg-Ru­sten
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert