„Enn hættulegasti maður Noregs“

Gríðarleg öryggisgæsla var í íþróttasal Ringerike-fangelsisins þar sem Héraðsdómur Óslóar …
Gríðarleg öryggisgæsla var í íþróttasal Ringerike-fangelsisins þar sem Héraðsdómur Óslóar hóf þinghald sitt í gær í máli Breiviks gegn norska ríkinu. AFP/Cornelius Poppe

Andreas Hjet­land, ann­ar lög­manna norska rík­is­ins í máli fjölda­morðingj­ans And­ers Behring Brei­viks gegn því, eða Fjotolf Han­sen eins og hann heit­ir í þjóðskrá frá 2017 að telja, var­ar við framb­urði Brei­viks í dag þegar hann stíg­ur í vitna­stúk­una í Héraðsdómi Ósló­ar, sem hef­ur þing­hald sitt í fang­els­inu í Rin­gerike af ör­ygg­is­ástæðum.

„Þegar við fáum að heyra framb­urð Brei­viks mun hann leggja fram tvö­falt bók­hald sitt, nokkuð sem tákn­ar að hann sjálf­ur er í raun annarr­ar skoðunar [en ráða má af framb­urðinum]. Sumt af því verður hagræðing sann­leik­ans, annað hrein­ar lyg­ar,“ seg­ir Hjet­land við norska rík­is­út­varpið NRK en hon­um til fullting­is við málsvörn norska rík­is­ins er Kri­stof­fer Nerland.

Svo sem ný­lega var fjallað um hér á vefn­um hef­ur Brei­vik nú blásið til mála­rekstr­ar gegn rík­inu vegna þess sem hann tel­ur vera heilsu­spill­andi aðstæður í ein­angr­un­ar­vist hans í Rin­gerike-fang­els­inu. Er þar ekki átt við sjálft hús­næðið sem hann dvel­ur í – fjölda­morðing­inn afplán­ar á eig­in lokaðri deild þar sem hann hef­ur aðgang að svæði á tveim­ur hæðum – held­ur tel­ur Brei­vik ein­angr­un sína og skort á um­gengni við aðrar mann­eskj­ur hafa í för með sér and­legt niður­brot og hrörn­un.

Annars konar dómarar en þeir sem dæma í héraði eru …
Ann­ars kon­ar dóm­ar­ar en þeir sem dæma í héraði eru al­geng­ari sjón á gólf­um á borð við það sem hér sést en íþrótta­sal­ur fang­els­is­ins þykir kjör­inn rétt­ar­sal­ur þegar ann­ar málsaðila get­ur ekki yf­ir­gefið prísund sína. AFP/​Cornelius Poppe

Raun­hæf­ar kröf­ur um úr­bæt­ur

Lögmaður Brei­viks, Øystein Storrvik, notaði stór­an hluta upp­hafs­dags rétt­ar­hald­anna í gær til að ræða það sem hann kall­ar mála­miðlunar­úr­ræði eða „kom­pens­erende til­tak“ á norsku. Kvaðst hann gera sér fulla grein fyr­ir því að „22. júlí-hryðju­verkamaður­inn“ krefðist sér­stakra gæslu­úr­ræða og yrði að setja fram raun­hæf­ar kröf­ur um úr­bæt­ur.

Önnur hæðin í fangelsis„svítu“ Breiviks þar sem hans einkaæfingasal er …
Önnur hæðin í fang­els­is„svítu“ Brei­viks þar sem hans einkaæf­inga­sal er að finna. AFP/​Ole Berg-Ru­sten

Áherslu­atriði sækj­enda eru helst að Brei­vik hitt­ir nán­ast ein­göngu starfs­fólk fang­els­is­ins og Storrvik lög­mann. Hann ósk­ar auk­inn­ar um­gengni við aðra fanga og minni tak­mark­ana á borð við hindr­an­ir á milli hans og þeirra sem hann er sam­vist­um við. Tel­ur Storrvik að fólk ætti að geta heim­sótt Brei­vik án þess að málm­grind sé á milli gests og fanga.

Þá ósk­ar Brei­vik eft­ir að dregið verði úr eft­ir­liti með efni þeirra bréfa sem hann send­ir út úr fang­els­inu. „Brei­vik þarf að eiga sam­skipti við fólk sem er ekki til­neytt að um­gang­ast hans starfs síns vegna,“ seg­ir lögmaður­inn.

Breivik situr á milli lögmanns síns, Øystein Storrvik, og aðstoðarmanns …
Brei­vik sit­ur á milli lög­manns síns, Øystein Storrvik, og aðstoðar­manns lög­manns­ins, Marte Lind­holm. AFP/​Cornelius Poppe

Hættu­leg­asti maður Nor­egs í sam­tím­an­um

Aðspurður seg­ir Hjet­land lögmaður bréf Brei­viks einkum vera til skoðana­bræðra hans og norskra þing­manna og sér sé ekki kunn­ugt um hve mörg bréf­anna séu stöðvuð, það er fái ekki að send­ast viðtak­anda. Fyr­ir rétti í gær sagði hann flest þeirra bréfa vera hóp­send­ing­ar til fólks sem Brei­vik þekki ekki per­sónu­lega og þar sem hann reyni að koma sér upp neti eða fé­lags­skap þeirra sem hneigj­ast til sömu skoðana.

Norska ör­ygg­is­lög­regl­an PST lagði fram skýrslu fyr­ir rétt­ar­höld­in sem var sveipuð leynd þar til í gær. Lýsa skýrslu­höf­und­ar Brei­vik sem „dýr­lingi“ í kreðsum hægriöfga­manna á alþjóðavísu. Er það ein ástæða þess að norsk yf­ir­völd krefjast kirfi­legs eft­ir­lits með bréfa­skrift­um hans.

Birgitte Kolrud héraðsdómara bíður það verkefni að taka afstöðu til …
Birgitte Kol­rud héraðsdóm­ara bíður það verk­efni að taka af­stöðu til þess hvort norska ríkið fari offari gegn „hættu­leg­asta manni Nor­egs í okk­ar sam­tíma“ með því að halda hon­um í sí­felldri ein­angr­un og hnýs­ast í bréf hans. AFP/​Cornelius Poppe

„Þetta [eft­ir­lit] telj­um við ganga allt of langt,“ seg­ir Storrvik en Hjet­land er hins veg­ar þeirr­ar skoðunar að ódæði þau sem Brei­vik drýgði 22. júlí 2011 séu í sjálfu sér næg staðfest­ing þess að um­fangs­mik­ill­ar ör­ygg­is­gæslu sé þörf.

„Hann er enn þá hættu­leg­asti maður Nor­egs í okk­ar sam­tíma,“ seg­ir lögmaður­inn að lok­um við NRK.

NRK
VG („hann er með áætlan­ir um allt“)
Af­ten­posten („hann veit að hann kem­ur aldrei út“)
TV2 („við öðluðumst von“)
Dag­bla­det („hefðum bet­ur sent hann til Guat­anamo“)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert