Bandaríkjamenn gerðu aðra árás á Húta

Þetta er önnur árás Bandaríkjanna á skotmörk Húta á tveimur …
Þetta er önnur árás Bandaríkjanna á skotmörk Húta á tveimur dögum. AFP/Mohammed Huwais

Bandaríkin gerðu aðra árás í nótt á skotmark uppreisnarmanna Húta í Jemen. Hútar segja að engin meiðsli hafi orðið og heita því að svara árásunum með því að halda sínum eigin árásum áfram á flutningaskip á Rauðahafinu.

Bandaríkin og Bretland gerður árás á skotmörk víðs vegar um Jemen í fyrradag og var árásin í nótt framhald af aðgerðum þeirra á tiltekið skotmark. Í árásunum í fyrradag voru 5 uppreisnarmenn felldir.

Fjölmiðill á snærum Húta greinir frá því að Al-Dailami flugvöllurinn í Sanaa, höfuðborg uppreisnarmannanna, hafi orðið fyrir tjóni í þessari árás.

Hútar er hóp­ur stríðsmanna sem studd­ur er af klerka­stjórn­inni í Íran. Hútar ráða nú yfir stór­um hluta Jemen. Á síðustu vikum og mánuðum hefur uppreisnarhópurinn ít­rekað ráðist á flutningaskip á Rauðahafi bæði með eld­flaug­um og drónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka