Ching-Te kjörinn forseti Taívan

Lai Ching-Te ásamt varaforsetaframbjóðandanum Hsiao Bi-Khim.
Lai Ching-Te ásamt varaforsetaframbjóðandanum Hsiao Bi-Khim. AFP/Alastair Pike

Lai Ching-te, vara­for­seti Taív­an, hef­ur verið kjör­inn for­seti Taív­an eft­ir harða kosn­inga­bar­áttu við fram­bjóðanda sem vildi styrkja tengsl­in við Kína. Ching-Te heit­ir því að standa vörð um lýðræði í land­inu og að verja eyj­una frá ógn­un­um Kína.

Taív­an hef­ur búið yfir sjálfs­stjórn frá borg­ara­stríðinu árið 1949 og líta Taívan­ar á landið sem full­valda ríki. Þeir hafa eig­in mynt, stjórn- og dóms­kerfi, en hafa aldrei lýst form­lega yfir sjálf­stæði.

Kín­verj­ar líta á eyj­una sem sitt landsvæði og hafa hótað því að taka yfir stjórn henn­ar, jafn­vel með valdi ef þess þarf.

Alls voru þrír í fram­boði og hlaut Ching-Te rétt rúm­lega 40% at­kvæða.

Völdu lýðræði fram yfir for­ræðis­hyggju

Ching-Te var í fram­boði fyr­ir Lýðræðis­lega fram­fara­flokk­inn (DPP) en þetta er þriðja kjör­tíma­bilið í röð sem DPP vinn­ur for­seta­embættið.

Hann ávarpaði stuðnings­menn sína eft­ir að and­stæðing­ar hans viður­kenndu ósig­ur.

„Við erum að segja alþjóðasam­fé­lag­inu að í val­inu á milli lýðræðis og for­ræðis­hyggju mun­um við standa á hlið lýðræðis­ins,“ sagði Ching-Te.

Komm­ún­ista­stjórn­in í Kína hef­ur áður gagn­rýnt Ching-Te sem hættu­leg­an „aðskilnaðarsinna“ og í aðdrag­anda at­kvæðagreiðslunn­ar hét varn­ar­málaráðuneyti Kína því að brjóta á bak aft­ur all­ar hreyf­ing­ar í átt að sjálf­stæði Taívans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert