Hverjir eru Hútar?

Hútar segja árásir sínar á Rauðahafi gerðar til stuðnings Hamas.
Hútar segja árásir sínar á Rauðahafi gerðar til stuðnings Hamas. AFP

Upp­reisn­ar­menn Húta hafa und­an­farn­ar vik­ur ít­rekað ráðist á frakt­skip á Rauðahafi bæði með eld­flaug­um og drón­um.

Banda­rík­in og Bret­land brugðust við þess­um árás­um í fyrrinótt með loft­árás­um á til­tek­in skot­mörk í Jemen.

Upp­reisn­ar­menn Húta er hóp­ur stríðsmanna sem studd­ur er af klerka­stjórn­inni í Íran. Hút­ar ráða nú yfir stór­um hluta Jemen.

Réðust á loft­varna­kerfi og vopna­búr

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti sagði að Banda­ríkja­menn og Bret­ar hefðu ráðist á skot­mörk meðal Húta í fyrrinótt. Ástr­al­ía, Barein, Kan­ada og Hol­land komu líka að árás­un­um.

Ráðist var á alls tólf skot­mörk, þeirra á meðal í höfuðborg Jemen, Sanaa, og á hafn­ar­borg­ina Hudaya­dah, eitt helsta vígi Húta.

Mark­mið árás­anna hafi verið að ráðast á loft­varna­kerfi Húta og vopna­búr.

Flutningaskip hafa reglulega orðið fyrir árásum Húta á Rauðahafi.
Flutn­inga­skip hafa reglu­lega orðið fyr­ir árás­um Húta á Rauðahafi. AFP/​Christophe Simon

Árás­um á frakt­skip á Rauðahafi svarað

Árás­ir Húta á frakt­skip hóf­ust skömmu eft­ir að ófriður braust út milli Ísra­els og Ham­as 7. októ­ber á síðasta ári.

Hút­ar lýstu því yfir að þeir styddu Ham­as í átök­un­um og myndu ráðast á öll skip á leið til Ísra­els. Ekki hafa öll skip sem ráðist hef­ur verið á til þessa verið á leið til Ísra­els.

Í nóv­em­ber sögðust Hút­ar hafa fangað skip sem þeir héldu fram að væri ísra­elskt frakt­skip. Í kjöl­farið hafa Hút­ar ráðist á frakt­skip með drón­um og skammdræg­um eld­flaug­um.

Á ein­um mánuði, frá nóv­em­ber fram í des­em­ber, fjölgaði árás­um Húta um 500%. Af­leiðing­ar árás­anna hafa verið þær að mörg stór skipa­fé­lög hafa hætt sigl­ing­um um Rauðahaf og trygg­ing­ar­kostnaður fyr­ir þau skip sem það gera hef­ur tí­fald­ast.

Uppreisnarmenn Húta.
Upp­reisn­ar­menn Húta. AFP

Hætt við hækk­andi olíu­verði

Meðal þeirra sem hætt hafa að sigla um Rauðahaf eru Maersk, Hapag-Lloyd og olíu­fé­lagið BP. Hætt er við því að olíu­verð muni hækka og að rask verði á aðfanga­keðjum milli Asíu og Evr­ópu.

Talið er að um 15% viðskipta á sjó fari um Rauðahafið, sem svo teng­ist Miðjarðar­hafi með Súesskurðinum. Sú leið er stysta sigl­inga­leiðin milli Evr­ópu og Asíu.

Stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um saka Írani um að vera ábyrga fyr­ir skipu­lagn­ingu árása á flutn­inga­skip á Rauðahafi.

Aðgerðir uppreisnarmanna Húta á Rauðahafi hafa undanfarið raskað heimsviðskiptum.
Aðgerðir upp­reisn­ar­manna Húta á Rauðahafi hafa und­an­farið raskað heimsviðskipt­um. AFP

Sögðust vilja berj­ast gegn spill­ingu

Hút­ar eru vopnaður hóp­ur upp­reisn­ar­manna í Jemen. Þeir eru sjít­ar og heyra til einn­ar þriggja greina sjíamúslima.

Nafn hreyf­ing­ar­inn­ar er sótt til stofn­anda henn­ar, Hus­sein al Hout­hi. Hóp­ur­inn gekk áður und­ir nafn­inu Ans­ar Allah (And­spyrnu­menn Guðs) og kom hann fram á sjón­ar­sviðið á tí­unda ára­tug síðustu ald­ar. Sögðust þeir vilja berj­ast gegn meintri spill­ingu Ali Abdullah Sa­leh, sem þá var for­seti Jemen.

Sa­leh for­seti sótti stuðning til Sádi-Ar­ab­íu árið 2003 til þess að sigr­ast á upp­reisn­ar­mönn­um. Hút­ar höfðu bet­ur í þeim átök­um.

Borg­ara­styrj­öld

Allt frá ár­inu 2014 hafa Hút­ar verið þátt­tak­end­ur í borg­ara­styrj­öld­inni í Jemen og bar­ist gegn stjórn­völd­um í land­inu. Stjórn­völd í Jemen hafa einkum verið studd af Sádi-Ar­ab­íu og Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um.

Sam­einuðu þjóðirn­ar töldu í upp­hafi árs 2022 að um 377 þúsund manns hefðu lát­ist í borg­ara­styrj­öld­inni í Jemen og að átök­in hefðu hrakið um fjór­ar millj­ón­ir á flótta.

Hút­ar skil­greina sjálfa sig sem hluta af „öxul­veld­um and­spyrn­unn­ar“, það er hóps sam­taka líkt og Ham­as og His­bollah, sem njóta stuðnings og liðsinn­is klerka­stjórn­ar­inn­ar í Íran.

And­stæðing­ar þeirra eru Banda­rík­in, Ísra­el og raun­ar Vest­ur­lönd öll.

Höfuðklerkurinn Ali Khamenei í Íran. Íranar neita að hafa útvegað …
Höfuðklerk­ur­inn Ali Khamenei í Íran. Íran­ar neita að hafa út­vegað Hút­um vopn, en ef­ast er um sann­leiks­gildi þess. AFP

Banda­menn í Teher­an

Hút­ar sækja fyr­ir­mynd­ir sín­ar einkum til víga­sveit­ar sjíta í Líb­anon, His­bollah. Vitað er að His­bollah hef­ur veitt Hút­um hernaðarráðgjöf og þjálf­un allt frá ár­inu 2014. Hút­ar líta sömu­leiðis á Íran sem banda­menn sína, enda svarn­ir óvin­ir Sádi-Ar­ab­íu.

Banda­ríkja­menn segja Írani gegna lyk­il­hlut­verki í því að út­vega Hút­um þau vopn sem notuð eru til árása á flutn­inga­skip. Íran­ir neita því þó að eiga hlut­deild í árás­um Húta á Rauðahafi.

Árið 2017 sökuðu Banda­ríkja­menn og Sádi-Ar­ab­ar Íran um að hafa út­vegað Hút­um eld­flaug­ar, sem þeir skutu á höfuðborg Sádi-Ar­ab­íu, Riya­dh. Eld­flaug­arn­ar voru skotn­ar niður áður en þær hæfðu skot­mark sitt. Sádi-Ar­ab­ar hafa einnig sagt Írani hafa út­vegað Hút­um dróna og fjar­stýrðar eld­flaug­ar, sem þeir hafi notað til þess að ráðast á olíu­vinnslu í Sádi-Ar­ab­íu árið 2019.

Til þessa hafa Hút­ar skotið tug­um þúsunda eld­flauga inn í Sádi-Ar­ab­íu og líka sent eld­flaug­ar á skot­mörk í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um. Eft­ir að átök hóf­ust á Gasa nú í októ­ber hafa Hút­ar sent fjölda eld­flauga og dróna til árása á Ísra­el.

Reyn­ist það rétt að Íran­ir út­vegi Hút­um vopn, þá stríðir það gegn vopna­sölu­banni Sam­einuðu þjóðanna gegn Hút­um. Íran­ar neita staðfast­lega að hafa út­vegað Hút­um vopn.

Árið 2015 réðust Hútar á forsetahöllina í Sanaa og forseti …
Árið 2015 réðust Hút­ar á for­seta­höll­ina í Sanaa og for­seti lands­ins hef­ur æ síðan verið í út­legð í Sádi-Ar­ab­íu. EPA

Hversu miklu lands­svæði stjórna Hút­ar?

Sam­kvæmt um­fjöll­un BBC býr meg­inþorri Jemena á lands­svæði und­ir stjórn Húta. Þeir ráða yfir höfuðborg­inni Sanaa, norður­hluta lands­ins og strand­lengj­unni við Rauðahaf. Þeir fjár­magna sig meðal ann­ars með skatt­heimtu og prenta eig­in gjald­miðil.

Örygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna taldi árið 2010 að sveit­ir Húta teldu á bil­inu 100-120 þúsund manns, bæði menn und­ir vopn­um og óvopnaðir fylg­is­menn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert