Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hvetur Bandaríkjamenn til að hætta árásum á hernaðarleg skotmörk uppreisnamanna Húta í Jemen.
„Það mikilvægasta núna er að stöðva árásir gegn Jemen. Því meira sem Bandaríkjamenn og Bretar gera árásir því minna eru Hútar reiðubúnir til viðræðna,“ sagði Lavrov við fréttamenn í Moskvu í dag.
Hútar hafa haldið uppi stöðugum loftskeytaárásum á flutninga- og herför á Rauðahafi og segjast vilja stöðva alla vöruflutninga til Ísraels.
Bandaríkjamenn héldu áfram loftárásum á bækistöðvar Húta í Jemen í nótt og í frétt AFP-fréttaveitunnar kemur fram að fjórtán flugskeytum Húta sem beint var að skipum á Rauðahafi hafi verið grandað.