Íslendingur sagður handtekinn á Tenerife

Lögreglan segir málið geti varðað sektum eða allt að 12 …
Lögreglan segir málið geti varðað sektum eða allt að 12 mánaða fangelsi. Ljósmynd/Colourbox

Lög­regl­an á Teneri­fe hef­ur hand­tekið 66 ára gaml­an ís­lensk­an rík­is­borg­ara sem er sakaður um að hafa logið til um að hafa orðið fyr­ir barðinu á ræn­ingj­um og að um 8.000 evr­um, sem jafn­gild­ir um 1,1 millj­ón kr., hafi verið stolið af greiðslu­kort­inu hans. 

Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un fréttamiðils­ins Can­ari­an Weekly. 

At­vikið átti sér stað á suður­hluta eyj­unn­ar. 

Lög­regl­an seg­ir að kortið hafi verið notað á skemmti­stað og ræddi hún í fram­hald­inu við starfs­menn staðar­ins og önn­ur vitni, sem og að fara yfir færsl­ur á um­ræddu greiðslu­korti. 

Þá seg­ir að lög­regl­an hafi kom­ist að því að Íslend­ing­ur­inn, sem sé ferðamaður, hafi verið á staðnum í nokkr­ar klukku­stund­ir og notað kortað margsinn­is, m.a. til að kaupa fyr­ir aðra gesti. 

Í kjöl­farið fór lög­regl­an farið á hót­elið þar sem maður­inn gisti og þar var hann hand­tek­inn og sakaður um að hafa vís­vit­andi sagt ósatt um máls­at­vik. 

Að sögn lög­reglu get­ur slíkt at­hæfi varðað sekt­um eða 6-12 mánaða fang­elsi. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu á Íslandi þá hef­ur það eng­ar upp­lýs­ing­ar um um­rætt mál, um­fram það sem komi fram í fjöl­miðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert