Kaupskip hæft með eldflaug

Hútar hæfðu breskt olíuskip á Aden-flóa í gærkvöldi. Myndin tengist …
Hútar hæfðu breskt olíuskip á Aden-flóa í gærkvöldi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Kaup­skip var hæft með eld­flaug á Aden-flóa í Jemen í dag sem varð til þess að eld­ur kviknaði í skip­inu.

Stofn­un á veg­um breska sjó­hers­ins, sem fylg­ist með fram­gangi viðskipta á heims­höf­un­um, grein­ir frá árás­inni.

Fram kem­ur að her­skip hafi komið til aðstoðar og að búið sé að slökkva eld­inn.

Ol­íu­skip hæft í gær­kvöldi

Hút­ar hæfðu breskt ol­íu­skip á Aden-flóa í gær­kvöldi. Her­skip komu til aðstoðar og eru skip­verj­ar sagðir óhultir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert