Bandaríkin og Bretland gerðu fjölda loftárása á Jemen í kvöld, einnig í Sanaa, höfuðborg landsins, sem er undir stjórn uppreisnarmanna úr röðum Húta.
Breska ríkisútvarpið greinir frá en þetta staðfesta bandarísk og bresk stjórnvöld í sameiginlegri yfirlýsingu. Þar segir að árásirnar séu hluti af stærri „sjálfsvarnar“ atlögu gegn Hútum, sem hafa hæft fjölda flutningaskipa á Rauðahafi síðasta rúma mánuð.
Fyrr í dag gerðu Bandaríkjamenn árás á flugskeyti sem átti að beina að skipum sem áttu leið um Rauðahaf.
Utanríkiráðuneyti Bandaríkjanna segir að 36 „skotmörk“ hafi verið hæfð á 13 stöðum víða í Jemen í kvöld. Þá segir að árásirnar hafi verið gerðar með aðstoð Ástralíu, Barein, Kanada, Danmerkur, Hollands og Nýja-Sjálands.
Þetta er þriðja sameiginlega árás Breta og Bandaríkjamanna gegn Hútum á umliðnum vikum.
Átökin hafa aukist gríðarlega í Mið-Austurlöndum en Bandaríkjaher gerði einnig loftárásir á svæði í Sýrlandi og Írak í gær.