Navalní til hinstu hvílu í dag

Fólk í röð við kirkjuna sem síðar í dag hýsir …
Fólk í röð við kirkjuna sem síðar í dag hýsir útfararathöfn Alexei Navalnís. AFP/Andrey Borodulin

Hundruð stilltu sér upp í röð og biðu fær­is að votta rúss­neska stjórn­ar­and­stæðingn­um Al­exai Navalní virðingu sína fyr­ir út­för hans sem gerð verður í höfuðborg­inni Moskvu í dag.

Hef­ur lög­regla uppi mik­inn viðbúnað við kirkj­una sem er í suður­hluta Moskvu en þar var Navalní til heim­il­is.

Hann lést í prísund sinni í fanga­ný­lend­unni FKU IK-3 í þorp­inu Kharp í sjálfs­stjórn­ar­héraðinu Ok­urg 16. fe­brú­ar, að sögn stuðnings­fólks hans ör­skömmu áður en til stóð að hafa skipti á hon­um og öðrum Rússa, leyniþjón­ustu­mann­in­um Vadím Kras­í­kov, sem Þjóðverj­ar hafa í haldi í Berlín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert