Tate tjáir sig um atvikið á Alþingi

Andrew Tate á leið í dómsal á síðasta ári.
Andrew Tate á leið í dómsal á síðasta ári. AFP

Áhrifa­vald­ur­inn um­deildi Andrew Tate, sem hef­ur verið ákærður fyr­ir man­sal og nauðgun, tjá­ir sig á sam­fé­lags­miðlin­um X um at­vikið á dög­un­um þegar karl­maður lét öll­um ill­um lát­um á þing­pöll­um Alþing­is.

Þar deil­ir Tate mynd­skeiði frá at­vik­inu þar sem talað er um að hæl­is­leit­end­ur hafi ruðst inn á Alþingi og kraf­ist bættra kjara. Hvet­ur sá sem setti mynd­skeiðið inn stjórn­völd til að senda ein­stak­ling­ana úr landi.

Tate virðist í færslu sinni undr­andi á því að þetta hafi gerst á Íslandi. Einnig seg­ir hann enga Evr­ópu­búa vera eft­ir í Vest­ur-Evr­ópu og að femín­ismi ráði þar ríkj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert