Erdogan ýjar að starfslokum sínum

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti á blaðamannafundi í dag.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti á blaðamannafundi í dag. AFP/Ozan Kose

Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seti seg­ir að sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í lok þessa mánaðar verði þær síðustu sem hann komi að.

„Kosn­ing­arn­ar 31. mars verða þær síðustu fyr­ir mig,“ sagði Er­dog­an á fundi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem hann hef­ur viðrað op­in­ber­lega þá hug­mynd að setj­ast í helg­an stein.

Er­dog­an er 70 ára gam­all en hann var kjör­inn for­seti Tyrk­lands til fimm ára á síðasta ári. Fyrst tók hann við embætt­inu árið 2014 en hann var for­sæt­is­ráðherra frá ár­inu 2003 til 2014. Hann var borg­ar­stjóri Ist­an­búl frá ár­inu 1994 til 1998.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert