Tate-bræður handteknir í Rúmeníu

Andrew og Tristan Tate.
Andrew og Tristan Tate. AFP/Daniel Mihailescu

Áhrifa­vald­ur­inn um­deildi, Andrew Tate, og Trist­an bróðir hans eru í haldi lög­regl­unn­ar í Rúm­en­íu eft­ir að evr­ópsk­ar hand­töku­skip­an­ir voru gefn­ar út á hend­ur þeim í Bretlandi í gær.

Frá þessu grein­ir full­trúi Tate en ásak­an­irn­ar, þar á meðal kyn­ferðis­legt of­beldi, ná yfir árin 2012 til 2015. 

Hand­tekn­ir í des­em­ber 2022

Rúm­enska lög­regl­an seg­ir að evr­ópsk­ar hand­töku­skip­an­ir á hend­ur tveim­ur karl­mönn­um hafi verið gefn­ar út af bresk­um yf­ir­völd­um vegna kyn­ferðis­brota.

Bræðurn­ir eiga yfir höfði sér ákæru fyr­ir nauðgun og man­sal í Rúm­en­íu, þar sem þeir búa og hafa áður verið í fang­elsi og í stofufang­elsi eft­ir að þeir voru hand­tekn­ir í des­em­ber 2022.

Andrew Tate er vel þekkt­ur á sam­fé­lags­miðlum og hef­ur verið meinaður aðgang­ur á þeim mörg­um en hann hef­ur gjarn­an deilt skoðunum sem ein­kenn­ast af kven­h­atri og eitraðri karl­mennsku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert