Ríki íslams er sameiginlegur óvinur Bandaríkjanna og Rússlands, að mati talsmanns Hvíta hússins.
Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa fordæmt hryðjuverkaárás Ríki íslams á tónleikahöll í nágrenni Moskvu, höfuðborgar Rússlands, í gær.
„Bandaríkin fordæma eindregið hræðilegu hryðjuverkaárásina í Moskvu,“ sagði Karine Jean-Pierre, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, í tilkynningu.
„ISIS er sameiginlegur hryðjuverkaóvinur okkar sem þarf að sigra alls staðar,“ sagði hún.
Að minnsta kosti 133 er látnir eftir árásina á Crocus City-tónleikahöllina.