Átök í Tyrklandi á kjördag

Átök brutust út í Tyrklandi í dag þar sem nú …
Átök brutust út í Tyrklandi í dag þar sem nú fara fram sveitastjórnakosningar. AFP/Ilyas Akengin

Átök brut­ust út milli tveggja hópa í sam­fé­lagi Kúrda í suður­hluta Tyrk­lands í dag með þeim af­leiðing­um að einn lést og tveir særðust. 

Það var í þorp­inu Agacli­d­ere, 30 kíló­metr­um frá borg­inni Diy­ar­bak­ir, sem átök­in brut­ust út. Um of­beld­is­full átök var að ræða og voru notaðar byss­ur, varð það meðal ann­ars til þess að ein byssukúla hæfði bíl blaðamanns á staðnum.

Aug­un bein­ast að þjóðar „geim­stein­in­um“

Nokk­ur spenna rík­ir í Tyrklandi í dag þar sveita­stjórn­ar­kosn­ing­ar fara nú fram og allra augu virðast bein­ast að Ist­an­búl, þjóðar „geim­stein­in­um“ sem Recep Tayyip Er­dog­an, for­seti Tyrk­lands, bind­ur von­ir við að kom­ist aft­ur und­ir stjórn sinna manna.

Borg­in hef­ur verið und­ir stjórn re­públi­kana­flokks­ins síðastliðinn fimm ár. 

Þá er jafn­framt um að ræða síðustu sveita­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar sem Er­dog­an mun koma að eins og hann til­kynnti fyrr í þess­um mánuði. 

Erdogan bindur vonir við að koma Istanbúl úr valdi repúblikana.
Er­dog­an bind­ur von­ir við að koma Ist­an­búl úr valdi re­públi­kana. AFP/​Ozan Kose
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert