Tyrkir vilji hleypa nýju pólitísku andrúmslofti inn

Niðustöður sveitarstjórnarkosninganna eru stærsti ósigur á ferli Erdogans og sá …
Niðustöður sveitarstjórnarkosninganna eru stærsti ósigur á ferli Erdogans og sá mesti hjá Ekrem Imamoglu og Repúblikanaflokknum síðan árið 1977. Samsett mynd/AFP

Stærsti stjórn­ar­and­stöðuflokk­ur Tyrk­lands, Re­públi­kana­flokk­ur­inn CHP, fagnaði stór­sigri í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um í stór­borg­um lands­ins: Ist­an­búl og höfuðborg­inni An­kara.

Auk þeirra vann flokk­ur­inn aft­ur í Izm­ir, Adana og An­ta­lya og varð í meiri­hluta í fjórðu stærstu borg lands­ins Bursa ásamt Balikes­ir og Adiyam­an sem varð hvað verst fyr­ir barðinu á mann­skæðum jarðskjálft­um í fyrra. 

Sam­kvæmt frétt BBC voru úr­slit­in stórt högg fyr­ir for­seta lands­ins, Recep Tayyip Er­dog­an, og flokk hans AKP en Er­dog­an hef­ur verið við völd í 21 ár.

Und­ir stjórn hans hef­ur for­seti öðlast ýmis völd þar á meðal skyld­ur og völd for­sæt­is­ráðherra. Hafa kjörn­ir borg­ar­stjór­ar aft­ur á móti enn tölu­verð ítök, þá sér­stak­lega í Ist­an­búl en þar býr fimmt­ung­ur Tyrkja sem nem­ur um 85 millj­ón­um manns. 

Ekrem Imamoglu tryggði CHP sig­ur í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um í Ist­an­búl árið 2019 en Er­dog­an, sem er fædd­ur í borg­inni og gegndi sjálf­ur embætti borg­ar­stjóra þar á árum áður, beitti sér mikið fyr­ir sigri AKP í kosn­ing­un­um í ár – en án ár­ang­urs.

Stjórnarandstöðuflokkurinn CHP fagnaði sigri í fjölda stórborga Tyrklands.
Stjórn­ar­and­stöðuflokk­ur­inn CHP fagnaði sigri í fjölda stór­borga Tyrk­lands. AFP

Ólík­legra að Er­dog­an geti átt við stjórn­ar­skrána

For­set­inn hef­ur í kjöl­farið viður­kennt að kosn­ing­arn­ar hafi vissu­lega ekki farið að von­um hans en tjáði stuðnings­mönn­um sín­um í An­kr­ara að niður­stöðurn­ar mörkuðu ekki enda­lok held­ur þvert á móti tíma­mót.

Kvaðst hann ávallt hafa reitt sig á vilja fólks­ins og að hann hygðist því einnig virða vilja kjós­enda nú.  

Er­dog­an sigraði með naum­ind­um í for­seta­kosn­ing­um lands­ins í fyrra og til­kynnti í mars á þessu ári að kjör­tíma­bilið, sem er hans þriðja, yrði einnig hans hinsta.

Voru gagn­rýn­end­ur hans þó ekki ýkja sann­færðir um að Er­dog­an hygðist raun­veru­lega láta af völd­um og töldu hann vís­an til að breyta stjórn­ar­skrárá­kvæði til að gera sér kleift að sitja leng­ur. Er það þó talið ólík­legra í ljósi niðurstaðna kosn­ing­anna. 

Kjósandi CHP kveðst vongóð um aukin réttindi kvenna og barna …
Kjós­andi CHP kveðst vongóð um auk­in rétt­indi kvenna og barna í kjöl­far kosn­ing­anna. AFP

Breyta ásýnd Tyrk­lands

Að sögn stjórn­mála­fræðinga er þetta stærsti sig­ur CHP síðan árið 1977 og stærsti ósig­ur á ferli Er­dog­ans. Formaður CHP, Ozg­ur Ozel, hrósaði kjós­end­um fyr­ir að ákveða að breyta ásýnd Tyrk­lands.

„Þeir vilja opna dyrn­ar fyr­ir nýju póli­tísku and­rúms­lofti í land­inu okk­ar.“

Ræddi frétta­stofa BBC einnig við einn kjós­anda CHP-flokks­ins sem kvaðst vongóð um framtíð lands­ins í ljósi kosn­ing­anna. Kvaðst hún einnig vongóð um að aðskilnaður á milli rík­is og kirkju yrði meiri í land­inu og virðing fyr­ir mann­rétt­ind­um og rétt­ind­um kvenna og barna yrði meiri. 

„Þetta eru aðeins sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar en sig­ur stjórn­ar­and­stöðunn­ar í stór­borg­un­um er skýr afstaða gegn stjórn­ar­flokkn­um,“ sagði Yesim Al­bayrak, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og stuðnings­kona CHP. 

CHP flokk­ur­inn var stofnaður af Mústafa Kemal Atatürk í kjöl­far inn­leiðing­ar hans á lýðveldi í land­inu. Fór hann fyr­ir bylt­ingu í kjöl­far fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar þar sem höfuðborg­in var flutt frá Ist­an­búl til An­kara og soldána­veldið leyst upp. Lagði hann ríka áherslu á aðskilnað rík­is og kirkju - eða mosku í þessu til­felli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert