Danska konungsfjölskyldan hefur birt yfirlýsingu vegna stórbrunans í Børsen í miðborg Kaupmannahafnar. Þar kemur fram að einn merkasti menningararfur landsins standi nú í ljósum logum.
Þá segir að í yfir 400 ár hafi kauphöllin gamla verið eitt helsta kennileiti borgarinnar með sinni frægu drekaturnspíru, sem er nú fallin.
Friðrík Danakonungur segist í yfirlýsingunni þakka öllum þeim sem hafa komið að slökkvi- og björgunarstarfi á vettvangi.
Hann tekur fram að engan hafi sakað. Nú sé unnið að því að reyna að bjarga eins miklu af byggingunum og hægt er, auk þess sem sem unnið er að því að bjarga öðrum verðmætum sem voru inni í þeim, eins og t.d. merkum listaverkum.