Hafa náð tökum á eldinum

Danskir slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi í dag.
Danskir slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi í dag. AFP

Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum sem hefur logað í gömlu kauphöllinni, Bør­sen, í miðborg Kaupmannahafnar, höfuðborg Danmerkur. 

Eldurinn kviknaði snemma í morgun, eða kl. 7:30 að dönskum tíma (kl. 5:30 að íslenskum tíma), og hefur valdið mikilli eyðileggingu á þessu sögufræga húsi. 

„Við höfum náð tökum á eldinum,“ sagði Jakob Vedsted Andersen, sem stýrir aðgerðum á vettvangi, í samtali við blaðamenn á þriðja tímanum í dag. Unnið sé að því að slökkva í síðustu eldglæðunum. 

Eldsupptök eru enn ókunn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert