Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum sem hefur logað í gömlu kauphöllinni, Børsen, í miðborg Kaupmannahafnar, höfuðborg Danmerkur.
Eldurinn kviknaði snemma í morgun, eða kl. 7:30 að dönskum tíma (kl. 5:30 að íslenskum tíma), og hefur valdið mikilli eyðileggingu á þessu sögufræga húsi.
„Við höfum náð tökum á eldinum,“ sagði Jakob Vedsted Andersen, sem stýrir aðgerðum á vettvangi, í samtali við blaðamenn á þriðja tímanum í dag. Unnið sé að því að slökkva í síðustu eldglæðunum.
Eldsupptök eru enn ókunn.
A fire raged through one of Copenhagen’s oldest buildings on Tuesday, causing the collapse of the iconic spire from the 17th-century Old Stock Exchange. pic.twitter.com/NgvPmFPAYH
— The Associated Press (@AP) April 16, 2024