Segir Netanjahú eiga sök á árás Írana

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

Recep Tayyip Er­dog­an, for­seti Tyrk­lands, seg­ir að Benjam­in Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, sé helst um að kenna í fyrstu beinu árás Írans á Ísra­el.

„Sá sem helst ber ábyrgð á spenn­unni sem greip um sig í hjört­um okk­ar að kvöldi 13. apríl er Net­anja­hú og blóðug stjórn hans,“ seg­ir Er­dog­an.

Hann seg­ir að þeir sem hafi þagað mánuðum sam­an um árás­ar­gjarna af­stöðu Ísra­els­manna hafi strax for­dæmt viðbrögð Írana.

„En það er Net­anja­hú sjálf­ur sem er sá fyrsti sem ætti að for­dæma,“ sagði tyrk­neski for­set­inn sem reglu­lega hef­ur gagn­rýnt Net­anja­hú.

Tyrk­ir hafa hvatt til þess að stöðva stig­mögn­un í Miðaust­ur­lönd­um eft­ir árás Írana á Ísra­el um nýliðna helgi en Íran­ar skutu meira en 300 drón­um og eld­flaug­um á loft í Ísra­el aðfaranótt laug­ar­dags. Með því voru þeir að bregðast við sprengju­árás Ísra­els­manna á ræðismanns­skrif­stofu Írans í Dam­askus í Sýr­landi þann 1. apríl síðastliðinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert