Stórbruni í Kaupmannahöfn: Børsen í ljósum logum

Eldurinn læsti í sig stóran hluta byggingarinnar.
Eldurinn læsti í sig stóran hluta byggingarinnar. AFP

Kauphöllin Børsen í Kaupmannahöfn stendur nú í ljósum logum. Turnspíran sem einkennir bygginguna er fallin. Ljóst er að um mikið tjón er að ræða. 

Mikinn reyk leggur frá brunanum og yfir borgina. Fjöldi viðbragðsaðila eru á vettvangi og hefur lögreglan í Kaupmannahöfn lokað stóru svæði umhverfis bygginguna. Eru vegfarendur hvattir til að koma ekki nálægt.

Sækja málverk í brennandi bygginguna

Eldurinn braust út á áttunda tímanum í morgun.

Byggingin var byggð af Kristjáni IV og vígð árið 1625, eða fyrir næstum 400 árum.

Á myndskeiðum af vettvangi má sjá fólk hlaupa inn í brennandi bygginguna til að sækja málverk og önnur verðmæti. 

Jakob Engel-Schmidt, menningarmálaráðherra Danmerkur, sagði myndefnið frá kauphöllinni í morgun hræðilegar. Fjögur hundruð ár af danskri menningu stæðu nú í ljósum logum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Lögregla á vettvangi brunans í morgun.
Lögregla á vettvangi brunans í morgun. AFP
Byggingin stendur í ljósum logum.
Byggingin stendur í ljósum logum. AFP/Emil Helms
Turninn í ljósum logum áður en hann féll.
Turninn í ljósum logum áður en hann féll. AFP/Ida Marie Odgaard
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. AFP/Ida Marie Odgaard
Mikinn reyk leggur frá brunanum.
Mikinn reyk leggur frá brunanum. AFP/Emil Helms/Ritzau Scanpix
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert