Framhliðin hrundi til grunna

Framhlið kauphallarinnar hrundi.
Framhlið kauphallarinnar hrundi. AFP/Thomas Traasdahl/Ritzau Scanpix

Framhlið gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, Børsen, hrundi til grunna í dag í kjölfar eldsvoðans sem þar varð.

„Því miður hrundi framhliðin,” sagði slökkviliðið í Kaupmannahöfn á samfélagsmiðlinum X. Það bætti við að allir viðbragðsaðilar hefðu rýmt svæðið og að enginn hefði slasast.

AFP/Thomas Traasdahl/Ritzau Scanpix

Helmingurinn eyðilagðist

Myndskeið af vettvangi sýndu þegar veggur hrundi með skjótum hætti á sama tíma og reykur hélt áfram að berast frá illa farinni byggingunni.

Helmingur hennar eyðilagðist í eldinum, sem braust út snemma á þriðjudaginn, þar á meðal turnspíran sem féll til jarðar.  

Unnið er að því að slökkva glæður hér og þar í byggingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert