Verði auðveldara að fara til og frá Bretlandi

Bretar yfirgáfu ESB formlega árið 2020.
Bretar yfirgáfu ESB formlega árið 2020. AFP

Evr­ópu­sam­bandið vill að það verði á nýj­an leik auðvelt fyr­ir ungt fólk að búa, stunda nám og vinna í Bretlandi og öf­ugt.

Þetta frelsi skert­ist eft­ir að Bret­ar ákváðu að ganga út úr ESB í Brex­it.

Þegar Bret­ar yf­ir­gáfu ESB form­lega árið 2020 var ein breyt­ing­in sem borg­ar­ar ESB-ríkja fundu hvað mest fyr­ir sú að þeir gátu ekki leng­ur ferðast eins þeir vildu til Bret­lands til að stunda þar nám eða vinna.

Fólk á gangi í Lundúnum.
Fólk á gangi í Lund­ún­um. AFP

Fram­kvæmda­stjórn ESB seg­ir koma tíma til að breyta þessu, að minnsta kosti fyr­ir þá sem eru 18 til 30 ára. Hún vill að þær 27 þjóðir sem eru í ESB samþykki viðræður um málið eft­ir að bresk stjórn­völd lýstu yfir áhuga á aukn­um hreyf­an­leika ungs fólks á milli landa.

Bret­land yf­ir­gaf sam­tök­in Era­smus, þar sem stúd­ent­ar stunda nám í öðrum lönd­um, eft­ir Brex­it. Fram­kvæmda­stjórn ESB seg­ir að ef Bret­ar vilja ganga aft­ur þangað inn þá sé hún opin fyr­ir hug­mynd­inni.

Bresk stjórn­völd virðast þó ekki vera til­bú­in í þá hug­mynd og segj­ast frek­ar vilja ræða við hvert land fyr­ir sig um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert