Óttast að fuglaflensa breiðist meira út til manna

Sérfræðingar óttast að fuglaflensa berist í menn.
Sérfræðingar óttast að fuglaflensa berist í menn. AFP

Aukn­ar áhyggj­ur eru af vax­andi út­breiðslu fuglaflensu í heim­in­um. Af­brigðið H5N1 hef­ur borist í dýra­teg­und­ir sem áður var talið að væru ekki næm­ar fyr­ir af­brigðinu.

Þá hafa til­felli einnig greinst meðal manna og meira en helm­ing­ur þeirra sem smituðust lifðu sjúk­dóm­inn ekki af.

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in hef­ur lýst áhyggj­um sín­um af stöðunni. 

Hræðast al­heims­far­ald­ur

Nú­ver­andi fuglaflensu­far­ald­ur hófst árið 2020 og hef­ur leitt til dauða tug­millj­óna ali­fugla en villt­ir fugl­ar og land- og sjáv­ar­spen­dýr hafa einnig smit­ast. 

Í síðasta mánuði bætt­ust kýr og geit­ur við lista þeirra teg­unda sem smit­ast hafa af af­brigðinu. Áður var talið að dýra­teg­und­irn­ar væru ekki næm­ar fyr­ir af­brigðinu og vöktu smit­in því óhug. 

„Stóra áhyggju­efnið er auðvitað að með fjölg­un smita í fugl­um og spen­dýr­um muni af­brigðið þró­ast og í kjöl­farið smita menn i meira mæli og síðan öðlast get­una til að ferðast milli manna,“ seg­ir Jeremy Farr­ar, yf­ir­vís­indamaður Heil­brigðis­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna.

Nú geta menn ein­ung­is smit­ast af dýr­um en ekki borið af­brigðið sín á milli.

Í þeim til­vik­um þar sem menn hafa smit­ast af dýr­um hef­ur dán­artíðnin verið mjög há eða um 52%. Smit meðal manna hafa greinst í 23 lönd­um frá því í byrj­un 2023 og hafa 463 lát­ist.

Í leit að nýj­um hýsl­um

Fyrr í mánuðinum til­kynntu banda­rísk yf­ir­völd að ein­stak­ling­ur væri að jafna sig af fuglaflensu eft­ir að hafa verið ná­lægt mjólk­ur­kú. 

Sam­kvæmt WHO er það í fyrsta skipti þar sem ein­stak­ling­ur veikist af flens­unni eft­ir að hafa kom­ist í snert­ingu við sýkt spen­dýr. 

„Þegar af­brigðið er komið inn í spen­dýra­stofn­inn þá er það að færa sig nær mönn­um,“ sagði Farr­ar og varaði við því að af­brigðið væri að leita að nýj­um hýsl­um.

Hann kall­ar eft­ir auknu eft­ir­liti og full­yrðir að það sé mjög mik­il­vægt að vita hversu marg­ir ein­stak­ling­ar smit­ist vegna þess að þar muni aðlög­un af­brigðis­ins eiga sér stað. 

Þá seg­ir hann nauðsyn­legt að tryggja að heil­brigðis­yf­ir­völd hafi getu til að greina vírus­inn og að þróun bólu­efna og lækn­inga haldi áfram. Með því verði heim­ur­inn í aðstöðu til að bregðast strax við ef upp kæmu smit milli manna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert