Hægt að rétta í mansalsmálinu

Hægt verður nú að rétta yfir áhrifavaldinum umdeilda Andrew Tate
Hægt verður nú að rétta yfir áhrifavaldinum umdeilda Andrew Tate AFP

Dóm­stóll í Búkarest, höfuðborg Rúm­en­íu, komst að þeirri niður­stöðu í dag að hægt verði að rétta í máli breska áhrifa­valds­ins Andrew Tate, sem hef­ur verið ákærður fyr­ir man­sal í Rúm­en­íu.

Komst dóm­stóll­inn að því að frá­vís­un­ar­krafa verj­enda Tate væri ekki á rök­um reist.

Héraðsdóm­ur­inn í Búkarest komst að þeirri niður­stöðu að sönn­un­ar­gögn í mál­inu hefðu verið lögð fram með eðli­leg­um hætti og að ekk­ert í rann­sókn máls­ins hafi verið með þeim hætti að tafið gæti fyr­ir­töku máls­ins.

Ekki hef­ur þó enn verið gefið upp hvenær rétt­ar­höld­in yfir Tate munu hefjast.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert