Handteknir fyrir að starfa fyrir teymi Navalnís

Minnisvarði um Alexei Navalní í Seattle í Bandaríkjunum.
Minnisvarði um Alexei Navalní í Seattle í Bandaríkjunum. AFP

Tveir rúss­nesk­ir blaðamenn hafa verið hand­tekn­ir í Rússlandi fyr­ir „öfga­stefnu“.  Þeir eru báðir sakaðir um að hafa unnið fyr­ir teymi stjórn­ar­and­stæðings­ins Al­ex­ei Navalnís.

Ser­gei Kar­el­in hef­ur unnið fyr­ir The Associa­ted Press (AP) og Konst­ant­in Ga­bov, sem var hand­tek­inn í gær, hef­ur unnið fyr­ir Reu­ters. 

The Associa­ted Press hef­ur mikl­ar áhyggj­ur vegna hand­töku rúss­neska blaðamanns­ins Ser­gei Kar­el­in. Við erum að afla okk­ur upp­lýs­inga,“ sagði AP við AFP-frétta­veit­una. 

Dóm­stóll greindi frá því á Tel­egram að Ga­bov, sem vann einnig fyr­ir rúss­neska og hví­trúss­neska miðla, verði í gæslu­v­arðhaldi til að minnsta kosti 27. júní.

Kar­el­in og Ga­bov eru sakaðir um að hafa aðstoðað við gerð mynd­skeiða sem áttu að birt­ast á YouTu­be-rás­inni NavalnyLI­VE, sem teymi Navalnís hef­ur í sinni um­sjón. 

Flest­ir sam­starfs­manna Navalnís eru í út­legð eða sæta fang­elsis­vist í Rússlandi. Navalní lést í fe­brú­ar í rúss­neskri fanga­ný­lendu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert