Myndband: Björguðu hesti af þaki

Strönduðum hesti var bjargað af þaki í borginni Canoas í suðurhluta Brasilíu í gær. Mikil flóð skullu á svæðið í vikunni.

Eins og sjá má á myndbandinu í spilaranum hér að ofan var hestinum bjargað af þaki. Hann var svo settur á bát og honum komið á öruggan stað.

Fjöldi fólks hefur látið lífið eða slasast vegna flóða í Brasilíu í vikunni. Minnst hafa 107 látist og er margra enn saknað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert