Þjóðarmorð í Súdan

Börn bíða í röð við brunn í ríkinu Gedaref í …
Börn bíða í röð við brunn í ríkinu Gedaref í austurhluta Súdans. AFP/Ebrahim Hamid

Stór­fellt mann­fall af völd­um hung­urs­neyðar vof­ir yfir í Súd­an og eru millj­ón­ir manna á ver­gangi. Al­var­leg­asti flótta­manna­vandi heims er sagður eiga sér stað í þessu Afr­íku­ríki og þarf rúm­lega helm­ing­ur þjóðar­inn­ar nauðsyn­lega á hjálp að halda. Mann­rétt­inda­sam­tök segja þjóðarmorð eiga sér stað í vest­ur­hlut­an­um og er kallað eft­ir aðgerðum alþjóðasam­fé­lags­ins.

Sam­eig­in­leg skýrsla 92 mann­rétt­inda- og hjálp­ar­sam­taka dreg­ur upp hrylli­lega mynd af ástand­inu í land­inu. Vopnuð átök stríðandi fylk­inga, sem staðið hafa síðan í apríl á síðasta ári, koma í veg fyr­ir að hjálp­ar­gögn ber­ist nauðstödd­um. Vopnaðar sveit­ir stjórn­ar­and­stæðinga eru sagðar beita kon­ur og stúlku­börn kyn­ferðis­legu of­beldi og hafa heilu þorp­in verið brennd. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert