Dauðsföllum vegna ofskömmtunar fækkar milli ára

AFP/Juan Pablo Pino

Dauðsföll­um vegna ofskömmt­un­ar lyfja í Banda­ríkj­un­um hef­ur farið fækk­andi í fyrsta skipti síðan árið 2018. Er fækk­un­in meðal ann­ars rak­in til þess að lyfið Naloxo­ne hef­ur orðið aðgengi­legra í Banda­ríkj­un­um.

Naloxo­ne er skaðam­innk­andi efni og er notað sem meðferð vegna of­neyslu ópíóða sem get­ur valdið önd­un­ar­stoppi og dauða.

Í fyrra voru rúm­lega 100 þúsund dauðsföll rak­in til ofskömmt­un­ar lyfja, það er þrem­ur pró­sent­um minna en árið áður.

Joseph Friedm­an, rann­sak­andi við Há­skól­ann í Kali­forn­íu, sagði í sam­tali við AFP-frétta­stof­una að marg­ir þætt­ir spiluðu inn í fækk­un dauðsfalla og benti auk þess á að búið væri að auka aðgengi að meðferðum við fíkni­efna­vanda, og að efnið Naloxo­ne væri orðið aðgengi­legra.

Þá benti hann einnig á að ópíóðinn fenta­nýl væri orðinn svo út­breidd­ur í Banda­ríkj­un­um að efnið ætti það síður til að koma fólki að óvör­um við notk­un þess.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert