Óljóst hvort þyrlan sé fundin

Skjáskot úr sjónvarpsinnslagi úr þyrlu forsetans (t.v) fyrir slysið. Utanríkisráðherra …
Skjáskot úr sjónvarpsinnslagi úr þyrlu forsetans (t.v) fyrir slysið. Utanríkisráðherra Íran, Hossein Amir-Abdollahian (t.h.), er með í för. AFP

Óljóst er hvort björg­un­art­eymi í Íran hafi fundið þyrlu for­seta lands­ins, Ebra­him Raisi.

Í um­fjöll­un Reu­ters, þar sem vísað er í beina út­send­ingu rík­is­sjón­varps Írans, seg­ir að þyrla for­set­ans sé fund­in. Rauði hálf­mán­inn í Íran seg­ir aft­ur á móti þær upp­lýs­ing­ar ekki vera rétt­ar. 

Tveir úr fylgd­arliði for­set­ans hafi haft sam­band

Fregn­ir af leit þyrlunn­ar hafa verið óljós­ar fram til þessa en hún er sögð hafa nauðlent harka­lega vegna veður­skil­yrða í norðvest­ur­hluta lands­ins. Var þyrl­an á leið frá Aser­baís­j­an til ír­önsku borg­ar­inn­ar Tabriz í fylgd tveggja annarra þyrla. 

Rík­is­miðill­inn IRNA hef­ur eft­ir vara­for­seta fram­kvæmda­sviðs lands­ins, Moh­sen Man­souri, að tveir úr fylgd­arliðið for­set­ans hafi verið í sam­bandi við björg­un­art­eymi, sem gefi til kynna að flug­slysið hafi ekki verið mjög al­var­legt. 

Seg­ir Man­souri það einnig lofa góðu að sam­gönguráðuneyti Íran hafi tek­ist að rekja nauðlend­ingu þyrlunn­ar til svæðis með tæp­lega tveggja kíló­metra radíus

Frá flugtaki þyrlunnar í dag.
Frá flug­taki þyrlunn­ar í dag. AFP

Hvet­ur þjóðina til að halda ró sinni

Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerk­ur Íran, hef­ur biðlað til þjóðar­inn­ar að biðja fyr­ir for­set­an­um og sömu­leiðis hvatt til þess að fólk haldi ró sinni. Sagði hann hvarf for­set­ans ekki hafa áhrif á stjórn lands­ins.

Finn­ist for­set­inn ekki á lífi tek­ur Mohammad Mok­h­ber, vara­for­seti lands­ins, við embætt­inu en sam­kvæmt stjórn­ar­skrá ættu for­seta­kosn­ing­ar að fara fram inn­an 50 daga.

Í för með Raisi í þyrlunni var ut­an­rík­is­ráðherra lands­ins, Hossein Amir-A­bdolla­hi­an, en um 40 björg­un­art­eymi leita nú þyrlunn­ar á svæðinu en leit­in hef­ur reynst erfið vegna þoku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert