Forseti Taívans: Frelsi og lýðræði í fyrirrúmi

Lai Ching-te þegar hann sór embættiseið sem forseti fyrr í …
Lai Ching-te þegar hann sór embættiseið sem forseti fyrr í vikunni. AFP

Lai Ching-te, for­seti Taívans, seg­ist ætla að „standa í víg­lín­unni” til að verja eyj­una. Heræf­ing­ar Kín­verja standa nú yfir í Taív­an-sundi.

„Ég mun standa í víg­lín­unni með bræðrum okk­ar og systr­um í hern­um til að við get­um varið í sam­ein­ingu þjóðarör­yggi okk­ar,” sagði for­set­inn í her­stöð í Taív­an, án þess að vísa beint í heræf­ing­ar Kín­verja.

„Þegar við stönd­um frammi fyr­ir ut­anaðkom­andi áskor­un­um og ógn mun­um við halda áfram að verja gildi okk­ar sem snú­ast um frelsi og lýðræði og standa vörð um frið og stöðug­leika á svæðinu,” bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert