4.000 manns í risavaxinni lautarferð

Á breiðgötunni Champs Élysées í París, skammt frá Sigurboganum, tóku um fjögur þúsund manns þátt í risavaxinni lautarferð í gær.

Einn af átta veitingahúsaeigendum við götuna bauð upp á hádegisverðinn á rúmlega 200 metra löngum dúk, sem er sagður sá stærsti í heimi og búinn til úr endurnýtanlegu efni.

Næstum 273 þúsund manns hafa sótt um að taka þátt í viðburðinum í frönsku höfuðborginni. Markmiðið er að hvetja fleiri Frakka til að heimsækja Champs Élysées en erlendir ferðamenn eru þar tíðir gestir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert