Sigurlíkur Trumps taldar góðar

Donald Trump.
Donald Trump. AFP/Charly Triballeau

Bandaríski fræðimaðurinn James A. Thurber segir vel hugsanlegt að Donald Trump standi uppi sem sigurvegari í forsetakosningunum 5. nóvember næstkomandi. Líklega muni fáeinar þúsundir atkvæða í ríkjum þar sem mjótt er á mununum ráða úrslitum.

Meðal annars kunni dræm kosningaþátttaka að gagnast Trump. En af hverju er áhuginn á kosningunum ekki meiri?

„Vegna þess að kjósendur eru ekki spenntir fyrir frambjóðendunum. Þeir eru of gamlir. Stór hópur kjósenda er á aldrinum 18-34 ára,“ segir Thurber sem hélt í síðustu viku fyrirlestur í Háskóla Íslands um vaxandi skautun í bandarískum stjórnmálum.

Rætt er við hann í Morgunblaðinu í dag um ástæður þessarar skautunar og hvernig tilfærsla starfa, ekki síst í framleiðslugreinum, frá Vesturlöndum til fjarlægra landa hefur valdið ólgu sem gagnast Trump. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert