Sendu loftbelgi fulla af rusli og dýraskít

Rusl og úrgangur úr norðurkóreskum loftbelg á götum Suður-Kóreu.
Rusl og úrgangur úr norðurkóreskum loftbelg á götum Suður-Kóreu. AFP

Norðurkór­esk­ir loft­belg­ir hafa und­an­farið ratað ít­rekað inn í suðurkór­eska loft­helgi, að sögn yf­ir­valda og fjöl­miðla þar í landi.

Frétta­stofa AFP hef­ur eft­ir þarlend­um miðlum að belg­irn­ir hafi marg­ir inni­haldið rusl, kló­sett­papp­ír, dýra­skít og ann­an úr­gang.

Yf­ir­menn suðurkór­eska hers­ins hafa beðið íbúa um að halda sig frá belgj­un­um og segja þeir aðgerðir yf­ir­valda í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kór­eu, skýrt brot á alþjóðalög­um.

AFP

Belgja­send­ing­ar sem þess­ar eru þó ekki nýj­ar af nál­inni, en bæði ríki hafa um langt skeið stundað at­hæfið.

Áróðurs­belg­ir frá suðurkór­esk­um aðgerðasinn­um hafa þó lengi verið stjórn­völd­um í norðri sér­stak­lega til ama og hafa Norður-Kór­eu­menn því heitið því í refs­ing­ar­skyni að svara fyr­ir sig með því að þekja svæði við landa­mæri Suður-Kór­eu með rusli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert