„Alvarleg ógn við friðinn“

Fólk í Seúl fylgdist með fréttum af tilraunaskotinu fyrr í …
Fólk í Seúl fylgdist með fréttum af tilraunaskotinu fyrr í kvöld. AFP/Anthony Wallace

Norður-Kór­eu­menn skutu fyrr í kvöld um tíu skammdræg­um eld­flaug­um í til­rauna­skyni. Lentu flaug­arn­ar í haf­inu aust­an við Kór­eu­skag­ann. 

Her­ráð suðurkór­eska hers­ins sagði að eld­flaug­arn­ar hefðu flogið um 350 kíló­metra áður en þær lentu í sjón­um, og að her­inn væri að meta upp­lýs­ing­arn­ar ásamt Banda­ríkja­mönn­um og Japön­um. 

Þá sagði að til­rauna­skotið hefði verið ögr­un og „al­var­leg ógn við frið og stöðug­leika á Kór­eu­skag­an­um“. 

Fyrr um dag­inn sendu Norður-Kór­eu­menn loft­belgi með rusli, kló­sett­papp­ír og dýra­skít yfir landa­mær­in, og hét Kim Yo-jong, syst­ir ein­ræðis­herr­ans Kim Jong-un, því að fleiri slík­ir belg­ir yrðu send­ir á næst­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert