Beðið eftir blaðamannafundi

Trump við réttarsal í gær, 30. maí 2024.
Trump við réttarsal í gær, 30. maí 2024. AFP

Beðið er nú eftir því að blaðamannafundur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem var dæmdur sekur í 34 ákæruliðum vegna fölsunar viðskiptaskjala og greiðslna til klámmyndaleikkonu í gærkvöldi. Lítið hefur heyrst frá Trump síðan niðurstaða kviðdómsins varð ljós.

Blaðamannafundurinn mun hefjast klukkan 15:00 á íslenskum tíma og verður haldinn í Trump turninum í Manhattan.  

Trump kvartaði sáran undan spillingu og hagræðingu honum í óhag eftir að niðurstaða kviðdóms var ljós í gærkvöldi. Dómsuppkvaðning í málinu mun fara fram þann 11. júlí næstkomandi og gæti Trump átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsisdóm.

Á sér enn dygga stuðningsmenn

Erfitt er þó að segja til um hversu mikil áhrif málið mun hafa á forsetaframboð hans. Repúblíkanar hafa margir hverjir lýst yfir stuðningi sínum við Trump og fordæmt niðurstöðuna og framgang saksóknara og dómara.

Þrjú mál bíða 

Þessu að auki bíða þrjú mál gegn Trump málsmeðferðar og eru þau að einhverju leyti talin töluvert alvarlegri en það sem nú nálgast málslok. Tengjast þau meðal annars trúnaðarskjölum og innrásinni á þinghúsið 6. Janúar 2020.

Trump er nú orðinn fyrsti forseti Bandaríkjanna sem tilheyrir hópi dæmdra afbrotamanna og því um sögulega niðurstöðu að ræða. Núverandi forseti Bandaríkjanna, Joe Biden hefur ekki tjáð sig beint um málið. Þó hefur framboð hans sent frá sér tilkynningu sem í raun endurtekur orð margra Demókrata, að enginn sé yfir lög og reglu hafinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert