35 handteknir á samkomu satanista

Stjörnvöld í Íran hafa iðulega flokkað rokktónleika sem satanískar samkomur
Stjörnvöld í Íran hafa iðulega flokkað rokktónleika sem satanískar samkomur AFP

Yf­ir­völd í Íran hand­tóku 35 manns á sam­komu satan­ista í héraðinu Khuzest­an í suðvest­ur­hluta lands­ins í gær. 

Árás­in átti sér stað eft­ir að lög­regla náði að staðsetja sam­kom­una. Að sögn frétta­veitu ír­anska rík­is­ins, ISNA, inni­hélt sam­kom­an tákn um satan­isma, áfengi og fíkni­efni. 

Rokk og áfengi illa séð

Árás­ir á satan­ísk­ar sam­kom­ur eru ekki óal­geng­ar í Íran og bein­ast að mestu að viðburðum sem inni­halda áfeng­isneyslu, en hún er að mestu bönnuð í Íran. 

Árið 2007 voru 230 manns hand­tekn­ir á rokk­tón­leik­um ná­lægt höfuðborg­inni Teher­an. Yf­ir­völd í land­inu hafa iðulega flokkað rokk­tón­leika sem satan­ísk­ar sam­kom­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert