Varar við viðbrögðum almennings

Trump segist geta sætt sig við fangelsun.
Trump segist geta sætt sig við fangelsun. AFP/Luke Hales

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og líklegur forsetaframbjóðandi Repúblíkana, hefur varað við viðbrögðum almennings komi til þess að hann verði fangelsaður.

„Ég er ekki viss um að almenningur sætti sig við það,“ sagði Trump í viðtali við fréttastofu Fox.

Trump var í síðustu viku fundinn sekur í 34 ákæruliðum vegna fölsunar viðskiptaskjala og greiðslna til klámmyndaleikkonu.

Segist sætta sig við fangelsun

Í viðtalinu sagðist Trump geta sætt sig við fangelsisdvöl en að hann hefði ekki trú á því að almenningur myndi sætta sig við það: 

„Ég held að almenningur ætti erfitt með að sætta sig við það. Á einhverjum tímapunkti mun eitthvað bresta,“ sagði hann. 

Viðtalið hefur vakið ugg meðal þeirra sem hræðast borgaralegar óeirðir í tengslum við Trump og einkum í ljósi þess þegar stuðningsmenn hans gerðu atlögu að þinghúsinu Capitol Hill í Washington D.C. árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert