Fyrsta tilfelli H5N2 greint í manni: Þegar látinn

Afbrigðið hefur aldrei áður greinst meðal manna.
Afbrigðið hefur aldrei áður greinst meðal manna. AFP

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in WHO hef­ur staðfest að karl­maður sem lést þann 24. apríl í Mexí­kó hafi lát­ist af völd­um H5N2-af­brigðis af fuglaflensu og hafi sömu­leiðis verið fyrsta staðfesta til­felli þess að maður smit­ist af veirunni.

Reu­ters grein­ir frá.

Karl­maður­inn lést 24. apríl en WHO seg­ir að um sé að ræða fyrstu staðfestu sýk­ing­una meðal manna þegar litið er til þessa af­brigðis sjúk­dóms­ins.

Andstutt­ur og með hita

Í aðdrag­anda and­láts­ins er maður­inn sagður hafa verið andstutt­ur og fengið niður­gang. Þá var hann með hita og fann fyr­ir al­mennri ógleði.

WHO seg­ir að dæmi séu um að A5-fuglaflensa grein­ist í ali­fugl­um en ekk­ert bend­ir til þess að maður­inn hafi verið í snert­ingu við ali­fugla áður en hann smitaðist.

Hann hafði þó verið heilsu­veill áður en hann smitaðist og hafði verið rúm­liggj­andi í þrjár vik­ur vegna annarra veik­inda áður en hann fór að finna fyr­ir ein­kenn­um fuglaflens­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert