Næstu ár gætu slegið hitamet

Stofnunin segir hækkunina vera langt umfram spár Parísarsáttmálans.
Stofnunin segir hækkunina vera langt umfram spár Parísarsáttmálans. AFP/R. Satish Babu

Um 80% líkur eru á því að hitastig jarðar muni hækka um 1,5 gráður á næstu fimm árum, að mati Sameinuðu þjóðanna (SÞ).

Markmið Parísarsáttmálans frá 2015 var að sporna gegn hækkun upp á 1,5 gráður næstu áratugina. Alþjóðaveðurfræðistofnun SÞ (WMO) segir aftur á móti að ekki hafi verið gert ráð fyrir þessari hækkun á allra næstu árum.

Spá bresti í markmiði sáttmálans

Þannig þóttu líkur á því að hitastig færi yfir 1,5 gráður á næstu árum nær núll árið 2015, en nú telur stofnunin að um 80% líkur séu á því að hitastig hækki um 1,5 gráður á næstu fimm árum.

Ko Barrett, fulltrúi WMO, segir stofnunina vera að hringja neyðarbjöllum. 

Hún segir árið 2023 vera langt umfram heitasta árið frá því að mælingar hófust og að tímabilið frá júní 2023 til maí á þessu ári hafi slegið öll met hvað hitastig varðar. 

Þannig eru 86% líkur á því að árin á milli 2024 og 2028 muni slá met ársins 2023 og 90% líkur á því að hitastigið verði hærra á tímabilinu 2024 til 2028 heldur en árin áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert