Maðurinn lést ekki af völdum fuglaflensu

Kjúklingar á bændabýli í Tepatitlan í Jalisco-ríki í Mexíkó í …
Kjúklingar á bændabýli í Tepatitlan í Jalisco-ríki í Mexíkó í gær. AFP/Ulises Ruiz

Fyrsti maður­inn sem smitaðist af H5N2-af­brigði fuglaflensu lést ekki af völd­um veirunn­ar að sögn tals­manns Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar (WHO).

Maður­inn lést í Mexí­kó 24. apríl sl. og sagði Christian Lind­meier, talsmaður WHO að or­sak­ir and­láts­ins hefðu verið margþætt­ar.

Maður­inn viðkvæm­ur fyr­ir

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in til­kynnti á miðviku­dag um að rann­sókn­ir hafi staðfest sýk­ingu af völd­um H5N2-af­brigðis­ins í mann­in­um. Rann­sókn­um er þó ekki lokið.

Heil­brigðisráðuneyti Mexí­kó til­kynnti að maður­inn hafi verið 59 ára gam­all og hafi bar­ist við lang­vinn­an nýrna­sjúk­dóm, syk­ur­sýki tvö og of háan blóðþrýst­ing til lengri tíma.

Hann hafi verið rúm­fast­ur í þrjár vik­ur áður en ein­kenni fuglaflens­unn­ar komu fram 17. apríl. Þá hafi hann verið kom­inn með hita, mæði, niður­gang, ógleði og al­mennt liðið illa.

Maður­inn var þá flutt­ur á sjúkra­hús í Mexí­kó­borg viku síðar og lést hann þann sama dag.

Aðrar veir­ur greind­ust í lík­inu

„And­látið er margþætt and­lát, ekki and­lát sem rekja má til H5N2,“ sagði Lind­meier við blaðamenn í Genf í Sviss í dag.

Í líki manns­ins greind­ist in­flú­ensa og aðrar veir­ur, þar á meðal H5N2, að sögn Lind­meiers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert