Rússar segja Frakka tilbúna í beina þátttöku

Dmitry Peskov.
Dmitry Peskov. AFP/Yuri Kochetkov

Undanfarnar yfirlýsingar Emmanuels Macrons Frakklandsforseta „kynda undir” spennu í Evrópu og sýna að hann er að undirbúa beina þátttöku Frakka að stríðinu í Úkraínu.

Þetta sagði Dmitry Peskvov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, í morgun.

Franski leiðtoginn hét því í gær að útvega Úkraínumönnum herþotur af tegundinni Mirage, ásamt því að aðstoða við þjálfun úkraínskra flugmanna.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP/Benoit Tessier

„Macron sýnir algjöran stuðning við stjórnvöld í Kænugarði [höfuðborg Úkraínu] og lýsir því yfir að Frakkar séu tilbúnir til beinnar þátttöku í hernaðarátökunum,” sagði Peskov.

„Okkur finnst þessar yfirlýsingar vera mjög, mjög ögrandi,  þær kynda undir spennu á meginlandinu og það er ekkert jákvætt eða uppbyggjandi við þær,” bætti hann við á alþjóðlegri efnahagsráðstefnu í rússnesku borginni St. Pétursborg.

Marcon hefur neitað að útiloka að senda herlið til Úkraínu, þrátt fyrir efasemdir annarra NATO-ríkja þess efnis og kröftuga fordæmingu Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert