Rússneskur kjarnorkukafbátur til Kúbu

Viðgerðarmenn að störfum við flaggstöng á Kúbu fyrr í mánuðinum.
Viðgerðarmenn að störfum við flaggstöng á Kúbu fyrr í mánuðinum. AFP/Yamil Lage

Rússneskur kjarnorkuknúinn kafbátur, sem mun ekki flytja kjarnorkuvopn, mun heimsækja Havana í næstu viku.

Kúbversk yfirvöld greindu frá þessu í gær.

Kafbáturinn Kazan mun leggjast að bryggju í höfuðborg Kúbu ásamt þremur öðrum skipum rússneska sjóhersins, þar á meðal freigátunni Gorshkov aðmíráli sem getur skotið loftskeytum. Þar verða skipin dagana 12. til 17. júní.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti í gær.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti í gær. AFP/Anton Vaganov

„Engin þessara skipa flytja kjarnorkuvopn, þannig að heimsókn þeirra til landsins felur ekki í sér neina ógn,” sögðu kúbversk yfirvöld í tilkynningu.

Óvenjulegt er að rússneski herinn sé á ferðinni svona nálægt Bandaríkjunum, sérstaklega kraftmikill kafbátur sem þessi.

Mikil spenna hefur verið á milli Rússa og Bandaríkjamanna vegna stríðsins í Úkraínu þar sem Vesturlönd hafa stutt Úkraínumenn í baráttunni gegn innrásarher Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert