Segja 19 látna eftir árás Úkraínumanna á verslun

Úkraínumenn hafa enn ekki tjáð sig um meinta árás.
Úkraínumenn hafa enn ekki tjáð sig um meinta árás. AFP/Anatolii Stepanov

Að minnsta kosti 19 manns voru sagðir hafa fallið og fimm til viðbótar særst eftir árás Úkraínumanna á verslun í suðurhluta Kerson í Úkraínu í dag, þar sem innrásarlið Rússa ræður ríkjum.

Vladimír Saldo, leppstjóri Rússa í Kerson-héraði, greindi frá þessu í tilkynningu á Telegram, en ekki var hægt að staðfesta yfirlýsingu hans.   

Ker­son-hérað er eitt af héruðunum fjórum sem Rúss­ar lýstu yfir að þeir hefðu inn­limað haustið  2022, en þeir neyddust fljótlega eftir það að flýja héraðið norðan við Dnípró-fljótið, sem sker það í tvennt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert