135 milljónir dauðsfalla tengdar við svifryk

Rannsóknin er ein sú umfangsmesta til þessa.
Rannsóknin er ein sú umfangsmesta til þessa. AFP/Arif Ali

Mengun af mannavöldum, eins og losun mengunarefna og skógarelda, hefur verið tengd við um 135 milljónir ótímabærra dauðsfalla á heimsvísu á árunum 1980 til 2020.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn frá Nanyang-tækniháskólanum í Singapúr. 

Rannsóknin einblínir hvað mest á áhrif svifryks. Svifryk er skaðlegt fyrir heilsu manna þegar fólk andar því að sér þar sem svifryksagnirnar eru nógu litlar til þess að komast inn í blóðrásina. Þær koma frá útblæstri bifreiða og iðnaðar, sem og frá náttúrulegum uppsprettum, eins og til dæmis skógareldum. 

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að fólk lést langt fyrir aldur fram og undir meðalævilengd vegna sjúkdóma eða ástands, tengdu svifrykinu, sem hefði mátt meðhöndla eða koma í veg fyrir.

Þessi rannsókn er ein sú umfangsmesta til þessa, um loftgæði og loftslag, þar sem notast er við 40 ár af gögnum til þess að gefa yfirlit yfir áhrif skrifryks á heilsu. 

Flest dauðsföll í Asíu

Flest ótímabæru dauðsföllin af völdum svifryksmengunar áttu sér stað í Asíu eða um 98 milljónir dauðsfalla en þá aðallega í Kína og Indlandi.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur greint frá því að samsett áhrif umhverfismengunar og loftmengunar heimila tengist 6,7 milljónum ótímabærra dauðsfalla um allan heim á hverju ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert