Segjast hafa náð Starómaíorsk

Úkraínskur hermaður í T-72-skriðdreka á ónefndum stað í Donetsk-héraði í …
Úkraínskur hermaður í T-72-skriðdreka á ónefndum stað í Donetsk-héraði í gær. AFP/Genjaa Savílov

Rússar segjast hafa náð úkraínska þorpinu Starómaí­orsk í Do­netsk-héraði aftur á sitt vald.

Úkraínu­her frelsaði þorpið frá Rússum í gagnárás sinni síðasta sumar. Það er við þjóðveg sem ligg­ur meðal ann­ars í átt­ina að Maríu­pol við Asov­shaf.

Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í dag að rússneski herinn héldi áfram að sækja fram djúpt innan varnar Úkraínumanna og hafi nú „frelsað Starómaí­orsk-byggðina“.

Harðir bardagar

Þorpið stendur við suðurvíglínu suðausturshluta Donetsk-héraðs, þar sem geisa nú harðir bardagar.  

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í síðustu viku að Rússar hefðu hertekið 47 úkraínska bæi og þorp það sem af er ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert