Harðir bardagar nálægt mikilvægum bæ

Úkraínskir hermenn í skriðdreka í Dónetsk-héraði um síðustu helgi.
Úkraínskir hermenn í skriðdreka í Dónetsk-héraði um síðustu helgi. AFP/Genya Savilov

Úkraínskar hersveitir hafa átt í hörðum bardögum við Rússa skammt frá bænum Chasiv Yar.

Bærinn er hernaðarlega mikilvægur því ef Rússar ná honum á sitt vald gætu þeir náð góðri fótfestu í Dónetsk-héraði í austurhluta Úkraínu.

Tilkynning úkraínska hersins um þessa hörðu bardaga kom á sama tíma og Volodimir Selenskí Úkraínuforseti mætti til fundar með leiðtogum G7-ríkjanna á Ítalíu. Þar vonast hann til að tryggja meira fjármagn fyrir hersveitir sínar, sem skortir vopn í baráttunni gegn Rússum.

Reykur í nágrenni Chasiv Yar í síðasta mánuði.
Reykur í nágrenni Chasiv Yar í síðasta mánuði. AFP/Genya Savilov

Blaðafulltrúi úkraínska hersins sagði Rússa reyna, án árangurs, að ná fótfestu í Chasiv Yar en bætti við að mjög erfitt væri að verja svæðið.

„Óvinurinn notar allt sem hann hefur yfir að ráða, árásardróna, skotvopn og mannafla,” sagði blaðafulltrúinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert